Dómstóll í Kaíró í Egyptalandi hefur dæmt 529 stuðningsmenn Mohammeds Morsis, fyrrverandi forseta landsins, til dauða. Morsi var steypt úr stóli forseta í júlí í fyrra.
153 þeirra sem fengu dauðadóm eru í varðhaldi, en hinir eru á flótta.
Átök hafa reglulega komið upp á milli mótmælenda og lögreglu í Egyptalandi síðustu vikur og mánuði og hafa stuðningsmenn Morsis reglulega látið í sér heyra. Þeir eru óánægðir með að Morsi hafi verið handtekinn og steypt af stóli.