Höfnun Breta engu skilað

mbl.is

Öll þau mál sem Bret­ar hafa greitt at­kvæði gegn í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins frá ár­inu 1996 hafa þrátt fyr­ir and­stöðu þeirra verið samþykkt og í kjöl­farið orðið að bresk­um lög­um. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar sam­tak­anna Bus­iness for Britain sem birt­ar voru í dag.

Fram kem­ur á frétta­vef breska viðskipta­blaðsins City A.M. í dag að sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar hafi bresk stjórn­völd greitt at­kvæði gegn 55 mál­um í ráðherr­aráðinu síðastliðin 18 ár. Öll hafi þau hins veg­ar náð fram að ganga þrátt fyr­ir þá and­stöðu og orðið að lög­um í Bretlandi. Enn­frem­ur kem­ur fram í niður­stöðunum að at­kvæðavægi Breta í ráðherr­aráðinu hafi farið minnk­andi sam­hliða stækk­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Þannig hafi það verið 17,2% árið 1973 þegar Bret­land gekk í for­vera sam­bands­ins en 8,2% á síðasta ári. Sam­hliða hafi bresk­um þing­sæt­um á Evr­ópuþing­inu fækkað um helm­ing und­an­far­in 35 ár.

„Það er aug­ljóst að áhrif Bret­lands inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins eru ekki eins mik­il og marg­ir vilja telja okk­ur trú um,“ er haft eft­ir Matt­hew Elliott, fram­kvæmda­stjóra Bus­iness for Britain, á vefsíðu sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert