Leyniþjónustumaður drapst áfengisdauða

AFP

Þrír bandarískir leyniþjónustumenn, sem áttu að gæta Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í opinberri heimsókn til Hollands hafa verið sendir heim vegna ósæmilegrar hegðunar.

Samkvæmt frétt Washington Post var einn svo drukkinn að hann drapst áfengisdauða í anddyri hótelsins í Amsterdam. Hafði hann verið úti að skemmta sér um kvöldið með tveimur félögum sínum.

Það var starfsfólk hótelsins sem hafði samband við sendiráð Bandaríkjanna í Hollandi og lét vita af því að leyniþjónustumaðurinn hafði fundist meðvitundarlaus af áfengisneyslu á sunnudagsmorgninum. Obama kom til Amsterdam á mánudag.

Sendiráðið hafði síðan samband við United States Secret Service (USSS) en framkvæmdastjóri USSS, Julia Pierson, er meðal annars með í ferð forsetans. Var tekin ákvörðun um að senda þremenningana heim, samkvæmt frétt Washington Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert