Styður sameiningu Kóreuskaga

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, í …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, í dag. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, lýsti í dag yfir stuðningi lands síns við sam­ein­ingu ríkj­anna á Kór­eu­skaga. Fram kem­ur í frétt AFP að Merkel hafi sagt að sam­ein­ing Þýska­lands legði þá skyldu á herðar Þjóðverj­um að aðstoða aðra í sömu stöðu.

Merkel lét um­mæl­in falla á blaðamanna­fundi með Park Geun-hye, for­seta Suður-Kór­eu, sem er stadd­ur í op­in­berri heim­sókn í Þýskalandi. „Þýska­land var klofið í tvo hluta í 40 ár. Kórea er í sömu stöðu,“ sagði hún. Viðræður í þeim efn­um myndu fara fram á milli ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands og Suður-Kór­eu. Slík sam­ein­ing skapaði þörf fyr­ir mik­inn efna­hags­leg­an stuðning.

Rifjað er upp í frétt­inni að Kór­eu­stríðinu hafi lokið fyr­ir rúm­um sex­tíu árum með vopna­hléi sem þýddi að Norður- og Suður-Kórea ættu í raun enn í stríði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert