Sviss beitir Rússa ekki refsiaðgerðum

Didier Burkhalter, forseti Sviss.
Didier Burkhalter, forseti Sviss. AFP

Stjórn­völd í Sviss tóku þá ákvörðun í dag að grípa ekki til refsiaðgerða gegn Rúss­um vegna inn­limun­ar þeirra á Krímskaga. Fram kem­ur í frétt AFP að sviss­nesk­ir ráðamenn vilji að eig­in sögn finna jafn­vægi á milli alþjóðalaga og hags­muna Sviss.

Haft er eft­ir Didier Burk­halter, for­seta Sviss, að land hans gæti aðeins gripið til refsiaðgerða í sam­ræmi við alþjóðalög og hags­muni Sviss­lend­inga. Enn­frem­ur að stefna Sviss væri óháð Sam­einuðu þjóðunum. Finna þyrfti jafn­vægi í þess­um efn­um en Rúss­ar hefðu mik­illa hags­muna að gæta í Sviss.

Hins veg­ar myndu Sviss­lend­ing­ar taka þátt í ein­hverj­um aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rúss­um, þar með talið tak­mörk­un­um á frjálsa för sumra rúss­neskra rík­is­borg­ara þar sem Sviss væri aðili að Schengen-sam­starf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert