300 hlutir á floti í sjónum

Leitað í lofti að braki malasísku flugvélarinnar.
Leitað í lofti að braki malasísku flugvélarinnar. AFP

Myndir úr taílenskum gervihnetti sýna yfir 300 hluti á floti á leitarsvæðinu í suðurhluta Indlandshafs, þar sem talið er að malasíska farþegaþotan MH370 hafi hrapað. Gervihnattamyndin var tekin á mánudaginn, 24. mars, daginn eftir að franskur gervihnöttur myndaði 122 fljótandi hluti.

Á morgun verða liðnir 20 dagar síðan flugvélin hvarf með 239 manns um borð, 8. mars. Hinn 16. mars tók gervihnöttur fyrstu myndirnar af braki í sjónum, en það uppgötvaðist ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.

Eftir rannsókn lýstu malasísk stjórnvöld því yfir 24. mars að hafið væri yfir allan skynsamlegan vafa að flugvélin hefði hrapað í hafið og enginn komist af.

Taílensku gervihnattamyndirnar eru þær nýjustu sem sýna ætlað brak í sjónum, í um 200 km fjarlægð frá svæðinu sem franski gervihnötturinn myndaði viku fyrr.

Svæðið er í um 2.700 km fjarlægð suðvestur af Perth í Ástralíu. Slæmt veður hefur gert leitarsveitum erfitt fyrir í dag og í gær, því skyggni er afar lítið. Leit hefur verið hætt úr lofti í dag vegna þessa, en leitarskip halda þó áfram að sögn ástralskra yfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka