Samkomulag á milli stjórnvalda í Úkraínu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er í burðarliðnum, en AGS hyggst veita Úkraínu fjárhagsaðstoð til næstu tveggja ára. Breska ríkisútvarpið segir að heildarupphæð lánsins nemi 14-18 milljörðum dollara.
Fram kemur að nú sé beðið eftir samþykki allra sem eiga sæti í stjórn AGS.
Fulltrúar AGS hafa verið undanfarnar þrjár vikur í Úkraínu.
Búist er við að samkomulagið leiði til þess að lánalínur frá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, sem eru metnar á 27 milljarða dollara, opnist í kjölfar samkomulagsins.