Hyggst ekki beita frekara hervaldi

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur engar fyrirætlanir um að beita frekara hervaldi gegn Úkraínu. Þetta sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við fréttamenn eftir að hafa fundað með Öryggisráði SÞ og greint því frá ferð sinni nýverið til Moskvu og Kænugarðs. Ki-moon sagði Pútín hafa fullvissað sig um að hann hefði ekkert slíkt í hyggju. 

Þetta kemur fram í fréttum AFP og einnig að Pútín hafi hringt í Barack Obama Bandaríkjaforseta í dag í því skyni að ræða við hann um tillögu sem Bandaríkjamenn hafa lagt fram til lausnar á stöðu mála í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Obama hafi lagt til að Rússar svöruðu með skriflegum hætti tillögunni sem John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi kynnt fyrir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Haag í Hollandi í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að ráðherrarnir tveir hittist bráðlega til þess að ræða næstu skref.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert