Fyrstu hinsegin hjónavígslurnar

Fyrstu hjónavígslur samkynhneigðra í Englandi og Wales fóru fram stuttu eftir miðnætti þegar lög sem heimila samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband tóku gildi. Þó nokkur pör biðu eftir því að klukkan slægi tólf á miðnætti og þá gat athöfnin farið fram.

Eins og greint var frá á mbl.is í morgun lýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þessum tímamótum sem mikilvægum í sögu landsins. „Í stuttu máli sagt mun engu máli skipta lengur hvort fólk er gagnkynhneigt eða samkynhneigt. Hið opinbera mun samþykkja sambönd þess á jafnréttisgrunni,“

Gert er ráð fyrir að Skotland, sem hefur sjálfdæmi í þessum málum, samþykki hjónabönd samkynhneigðra síðar á árinu. Hins vegar sé óvíst með Norður-Írland þar sem mjög skiptar skoðanir séu um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert