Fyrstu hinsegin hjónavígslurnar

00:00
00:00

Fyrstu hjóna­vígsl­ur sam­kyn­hneigðra í Englandi og Wales fóru fram stuttu eft­ir miðnætti þegar lög sem heim­ila sam­kyn­hneigðum pör­um að ganga í hjóna­band tóku gildi. Þó nokk­ur pör biðu eft­ir því að klukk­an slægi tólf á miðnætti og þá gat at­höfn­in farið fram.

Eins og greint var frá á mbl.is í morg­un lýsti Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, þess­um tíma­mót­um sem mik­il­væg­um í sögu lands­ins. „Í stuttu máli sagt mun engu máli skipta leng­ur hvort fólk er gagn­kyn­hneigt eða sam­kyn­hneigt. Hið op­in­bera mun samþykkja sam­bönd þess á jafn­rétt­is­grunni,“

Gert er ráð fyr­ir að Skot­land, sem hef­ur sjálf­dæmi í þess­um mál­um, samþykki hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra síðar á ár­inu. Hins veg­ar sé óvíst með Norður-Írland þar sem mjög skipt­ar skoðanir séu um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert