Gróf sig út úr fangelsi í Svíþjóð

www.norden.org

Lög­regl­an í Stokk­hólmi í Svíþjóð leit­ar nú að manni sem tókst að flýja úr fang­elsi með því að grafa sig út. Maður­inn sat inni fyr­ir gróf rán og lög­regl­an lít­ur á hann sem hættu­leg­an glæpa­mann. 

Í veggn­um í klefa hans fann lög­regl­an stórt gat sem leiddi út úr bygg­ing­unni. Þar fyr­ir utan hafði hann klippt í sund­ur girðingu sem um­lyk­ur fang­elsið. Lík­leg­ast hef­ur hann fengið aðstoð að utan og verið sótt­ur á bif­reið. 

Fang­elsið sem hann flúði úr er í svo­kölluðum 2. flokki ör­ygg­is­fang­elsa, næsti flokk­ur fyr­ir neðan hæsta ör­ygg­is­flokk. Mik­ill fjöldi lög­reglu­manna tek­ur nú þátt í leit­inni að mann­in­um. 

Sjá frétt Ver­d­ens Gang

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert