Tveir menn létust og einn er lífshættulega slasaður eftir að þeir stukku úr þyrlu íklæddir vængbúningum og ætluðu að láta sig svífa til jarðar. Ekki er vitað hvað gerðist en allir þrír skullu harkalega á jörðinni. Slysið varð í Luetschen-dalnum í Sviss.
Mennirnir sem létust voru frá Frakklandi og Nýja-Sjálandi og báðir á fertugsaldri. Ekki hefur verið gefið upp þjóðerni eða aldur þriðja mannsins.
Vel á annan tug manna látast á hverju ári í slysum sem tengjast vængbúningum.
Hér að neðan má sjá menn svífa í vængbúningum.