Stefnir í kosningasigur Front National

Marine Le Pen, leiðtogi Front National.
Marine Le Pen, leiðtogi Front National. AFP

Fransk­ir sósí­al­ist­ar urðu fyr­ir miklu fylg­istapi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í Frakklandi sem lauk í dag sam­kvæmt út­göngu­spám. Hins veg­ar voru kosn­ing­arn­ar stór­sig­ur fyr­ir þjóðernisöfga­flokk­inn Front Nati­onal. Flokk­ur­inn hef­ur sam­kvæmt spám fengið 1.200 sveit­ar­stjórn­ar­menn kjörna á landsvísu og borg­ar­stjóra­stól­ana í bæj­un­um Beziers og Frejus í suður­hluta lands­ins. Sósí­al­ist­ar halda hins veg­ar áfram um stjórn­artaum­ana í Par­ís, höfuðborg lands­ins, sam­kvæmt út­göngu­spán­um.

„Við höf­um kom­ist á nýtt stig,“ er haft eft­ir Mar­ine Le Pen, leiðtoga Front Nati­onal. „Nú eru þrír stór­ir stjórn­mála­flokk­ar í land­inu.“ Enn­frem­ur var haft eft­ir henni að hún væri sann­færð um að flokk­ur­inn myndi ráða í það minnsta sex bæj­um þegar öll at­kvæði hefðu verið tal­in. Fram kem­ur í frétt­inni að það yrðu mik­il tíðindi ef það mark­mið næðist. Hins veg­ar væri það tals­vert frá þeim 12 bæj­ar­stjóra­stól­um sem for­ystu­menn flokks­ins hefðu sagt fyr­ir kosn­ing­arn­ar að hann ætti mögu­leika á að vinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert