Líkti aðgerðum Pútíns við árásir Hitlers

Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands. FRITZ REISS

Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur líkt innlimun rússneskra stjórnvalda á Krímskaga við aðgerðir nasista gegn Tékkum fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar.

Schauble segir jafnframt að yfirlýsingar Vladímir Pútíns, forseta Rússlands, um að nauðsynlegt sé að verja bæði Rússa og rússneskumælandi Krímbúa svipi til þess hvernig Adolf Hitler réttlætti útþenslustefnu Þjóðverja á sínum tíma.

Á fundi með grunnskólabörnum í þýska fjármálaráðuneytinu í morgun sagði hann að Hitler hefði beitt slíkum aðgerðum í Súdetaríkjunum, að því er segir í frétt AFP.

Hillary Clinton lét svipuð ummæli falla fyrir nokkrum vikum og var gagnrýnd harðlega fyrir. Aðspurð sagði Angela Merkel við þýska fjölmiðla í dag að hún væri ekki sammála ummælum fjármálaráðherrans. Hún ítrekaði þó að aðgerðir Rússa á Krímskaga brytu í bága við alþjóðalög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert