Banna kynlíf með dýrum

Kýr
Kýr AFP

Sænsk yfirvöld hafa fært það í lög að banna fólki alfarið að stunda kynlíf  með dýrum. Fyrri lög um dýraníð sem voru um 70 ára gömul sögðu einungis til um að bannað væri að stunda kynlíf með dýrum ef sönnur færðust á að dýrinu  hefði orðið líkamlega eða andlega meint af.

Eskil Erlandsson, landsbyggðarráðherra Svíþjóðar, var flutningsmaður frumvarpsins sem nýlega var samþykkt á sænska þinginu. Hafði hann lengi verið talsmaður þess að setja það í lög að banna fólki að stunda kynlíf með dýrum.

Sænski bóndinn Gudmund Stenström sagði í samtali við The Local að hann teldi að lögin þjónuðu einungis pólitískum tilgangi og benti á að hann teldi að þeir sem legðust með dýrum ættu við geðrænan vanda að stríða og þeim beri að hjálpa.

The Local segir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert