Stjórnvöld í Malasíu og Ástralíu segja að leitað verði að Boeing 777 þotu Malaysia Airlines verði haldið áfram eins lengi og þurfa þykir. Bera þau til baka ummæli um að óvíst sé að vélin finnist nokkurn tíma og segja að fyrr frjósi í helvíti en að leit verði hætt, samkvæmt frétt Time.
Biðja þau aðstendur að hafa það í huga að leitin geti tekið langan tíma, jafnvel mánuði. Flug MH 370 var á leið til Peking frá Kuala Lumpur þegar vélin hvarf með 239 manns um borð.
Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, er í Perth í Ástralíu að fylgjast með leitinni og hann segir að einhvern tíma komi að því að leit ljúki með því að brak hennar finnst. „Ég veit að þar til við finnum flugvélina geta margar fjölskyldur ekki byrjað að syrgja. Ég get ekki ímyndað mér það sem þau ganga í gegnum,“ segir hann og bætir við „en ég get lofað því að við munum ekki gefast upp.“