Er flugritinn fundinn?

Er flugriti vélarinnar fundinn? Skuggi af herflugvél yfir leitarsvæðinu á …
Er flugriti vélarinnar fundinn? Skuggi af herflugvél yfir leitarsvæðinu á Indlandshafi. AFP

Kínverskt skip, sem er við leit að malasísku farþegaþotunni í Indlandshafi, hefur nú numið merki á tíðninni 37,5 kHz sem er stöðluð tíðni sem flugritar flugvéla senda frá sér. CNN segir frá þessu og vitnar í kínversku fréttastofuna Xinhua. „Þetta er sama tíðnin,“ staðfestir Anish Patel, forstjóri fyrirtækisins Dukane Seacom sem framleiðir búnað sem þennan.

Í frétt kínversku fréttastofunnar er varað við því að enn sé ekki staðfest að um flugrita malasísku þotunnar sé að ræða. Merkið nam skipið Haixun 01 í dag.

Allt kapp er nú lagt á að finna flugrita vélarinnar áður en það verður um seinan. Rafhlöður flugritanna endast í mánuð. Nú eru fjórar vikur frá því að vélin hvarf og því líklegt að rafhlöðurnar séu orðnar tómar eða að tæmast. 

Malasísk stjórnvöld ítrekuðu í dag að þau ætluðu ekki að gefast upp við leitina að vélinni. Þau ítrekuðu einnig að þau hefðu ekkert með hvarf vélarinnar að gera, líkt og fram kemur í háværum samsæriskenningar, m.a. frá leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Malasíu.  „Við stóðum ekki að baki hvarfinu á vélinni,“ sagði samgönguráðherra Malasíu á blaðamannafundi í morgun.

Hér má lesa frekar um flugrita.

Herskip við leit í Indlandshafi.
Herskip við leit í Indlandshafi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert