Blaðamennska er ekki glæpur

Starfsmenn og stuðningsmenn Al-Jazeera
Starfsmenn og stuðningsmenn Al-Jazeera AFP

Sam­tök fjöl­miðla víða um heim hafa tekið sig sam­an um að krefjast þess að þrír frétta­menn al-Jazeera, sem hafa verið í haldi í Egyptalandi í 100 daga, verði látn­ir laus­ir. 

Frétta­menn­irn­ir hafa verið í haldi síðan í fe­brú­ar sakaðir um að hafa skrifað falsaðar frétt­ir og að þeir væru stuðnings­menn Bræðalags mús­líma, sem nú eru á skrá sem hryðju­verka­sam­tök í heima­land­inu, Egyptalandi. Meðal frétta­mann­anna er Peter Greste, sem áður starfaði fyr­ir BBC.

Rétt­ar­höld yfir þre­menn­ing­un­um hóf­ust í fe­brú­ar en þeir neita sök og segja for­svars­menn al-Jazeera ákær­una fá­rán­lega.

Frétta­menn­irn­ir þrír eru meðal tutt­ugu sem eru born­ir svipuðum sök­um. Aðeins átta þeirra eru enn í haldi en 12 hafa ekki verið fang­elsaðir. 

Fjórði fréttamaður al-Jazeera, Abdullah al-Shami, hef­ur setið í fang­elsi án ákæru síðan í ág­úst. Hann er nú í hung­ur­verk­falli og að sögn eig­in­konu hans fer heilsu hans hrak­andi.

Auk Grestes eru yf­ir­maður al-Jazeera í Egyptalandi, Mohamed Adel Fah­my, og egypsk­ur fram­leiðandi, Baher Mohamed, í haldi en þeir voru hand­tekn­ir á hót­eli í Kaíró í des­em­ber. 

Þeir eru sakaðir um að hafa aðstoðað Bræðralag múslima en starf­semi þeirra var bönnuð í Egyptalandi í des­em­ber, seg­ir í frétt BBC.

Þre­menn­ing­arn­ir deila klefa og fá ein­ung­is að yf­ir­gefa klef­ann klukku­tíma á dag. Meðal þeirra sem fara fram á að frétta­menn­irn­ir verði látn­ir laus­ir eru Evr­ópu­sam­bandið og Sam­einuðu þjóðirn­ar auk mannúðarsam­taka og sam­taka blaðamanna.

Í dag hófst her­ferð á Twitter þar sem blaðamenn birta mynd­ir af sér með svart lím­band fyr­ir munn­inn til þess að minna á stöðu blaðamanna í heim­in­um í dag #freejourna­lism

Rétt­ar­höld­in and­leg­ar pynt­ing­ar

AFP
Fangelsið þar sem fréttamennirnir eru í haldi
Fang­elsið þar sem frétta­menn­irn­ir eru í haldi AFP
Nepalskir fréttamenn láta skoðun sína í ljós.
Nepalsk­ir frétta­menn láta skoðun sína í ljós. AFP
AFP
Peter Greste
Peter Greste AFP
Australian journalist Peter Greste of Al-Jazeera looks on standing inside …
Austr­ali­an journa­list Peter Greste of Al-Jazeera looks on stand­ing insi­de the def­end­ants cage dur­ing his trial for alle­ged­ly supp­ort­ing the Muslim Brot­her­hood at Cairo's Tora pri­son on March 5, 2014. The high-profile case that spar­ked a global outcry over muzzl­ing of the press is seen as a test of the military-instal­led go­vern­ment's toler­ance of in­depend­ent media, with acti­vists fe­ar­ing a ret­urn to autocracy three ye­ars af­ter the Arab Spring upris­ing that topp­led Hosni Mubarak. AFP PHOTO / KHALED DESOUKI AFP
Fréttamennirnir
Frétta­menn­irn­ir AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert