Blaðamennska er ekki glæpur

Starfsmenn og stuðningsmenn Al-Jazeera
Starfsmenn og stuðningsmenn Al-Jazeera AFP

Samtök fjölmiðla víða um heim hafa tekið sig saman um að krefjast þess að þrír fréttamenn al-Jazeera, sem hafa verið í haldi í Egyptalandi í 100 daga, verði látnir lausir. 

Fréttamennirnir hafa verið í haldi síðan í febrúar sakaðir um að hafa skrifað falsaðar fréttir og að þeir væru stuðningsmenn Bræðalags múslíma, sem nú eru á skrá sem hryðjuverkasamtök í heimalandinu, Egyptalandi. Meðal fréttamannanna er Peter Greste, sem áður starfaði fyrir BBC.

Réttarhöld yfir þremenningunum hófust í febrúar en þeir neita sök og segja forsvarsmenn al-Jazeera ákæruna fáránlega.

Fréttamennirnir þrír eru meðal tuttugu sem eru bornir svipuðum sökum. Aðeins átta þeirra eru enn í haldi en 12 hafa ekki verið fangelsaðir. 

Fjórði fréttamaður al-Jazeera, Abdullah al-Shami, hefur setið í fangelsi án ákæru síðan í ágúst. Hann er nú í hungurverkfalli og að sögn eiginkonu hans fer heilsu hans hrakandi.

Auk Grestes eru yfirmaður al-Jazeera í Egyptalandi, Mohamed Adel Fahmy, og egypskur framleiðandi, Baher Mohamed, í haldi en þeir voru handteknir á hóteli í Kaíró í desember. 

Þeir eru sakaðir um að hafa aðstoðað Bræðralag múslima en starfsemi þeirra var bönnuð í Egyptalandi í desember, segir í frétt BBC.

Þremenningarnir deila klefa og fá einungis að yfirgefa klefann klukkutíma á dag. Meðal þeirra sem fara fram á að fréttamennirnir verði látnir lausir eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar auk mannúðarsamtaka og samtaka blaðamanna.

Í dag hófst herferð á Twitter þar sem blaðamenn birta myndir af sér með svart límband fyrir munninn til þess að minna á stöðu blaðamanna í heiminum í dag #freejournalism

Réttarhöldin andlegar pyntingar

AFP
Fangelsið þar sem fréttamennirnir eru í haldi
Fangelsið þar sem fréttamennirnir eru í haldi AFP
Nepalskir fréttamenn láta skoðun sína í ljós.
Nepalskir fréttamenn láta skoðun sína í ljós. AFP
AFP
Peter Greste
Peter Greste AFP
Australian journalist Peter Greste of Al-Jazeera looks on standing inside …
Australian journalist Peter Greste of Al-Jazeera looks on standing inside the defendants cage during his trial for allegedly supporting the Muslim Brotherhood at Cairo's Tora prison on March 5, 2014. The high-profile case that sparked a global outcry over muzzling of the press is seen as a test of the military-installed government's tolerance of independent media, with activists fearing a return to autocracy three years after the Arab Spring uprising that toppled Hosni Mubarak. AFP PHOTO / KHALED DESOUKI AFP
Fréttamennirnir
Fréttamennirnir AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert