Fyrir sex árum týndi Vivienne Ninnes trúlofunarhringnum sínum er hún var að leika við börnin sín á strönd í Northland í Nýja-Sjálandi. Ninnes hélt að hringurinn hefði endaði í sjónum en nú virðist sem að hringurinn hafi fundist og vonast hún til að hringurinn rati aftur á réttan fingur.
Vivienne hannaði demantshringinn með tilvonandi eiginmanni sínum, Jeff Ninnes, fyrir 15 árum, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri búin að glata trúlofunar- og giftingarhringnum fyrr en ég kom aftur heim,“ sagði hún í samtali við New Zealand Herald.
„Við fórum beina leið aftur á ströndinni til að leita. Það var mikið áfall þegar ég gerði mér grein fyrir því að þeir væru horfnir,“ sagði hún ennfremur.
Hringarnir fundust þegar hinn 83 ára gamli Bernard Patterson var að prófa málmleitartækið sitt á ströndinni. Hann lét meta hringinn og afhenti hann svo lögreglunni sem fann gullsmiðinn sem smíðaði hringinn. Hann þekkti hann samstundis.
Fjölskyldan í Nýja Sjálandi reynir nú að fá hringinn til baka, en hann er í höndum tryggingafélagsins sem bætti tjónið. Fram kemur að mögulega sé félagið búið að selja hringinn.