Hóta að skrúfa fyrir gasið

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur sagt við evr­ópska þjóðarleiðtoga að mjög al­var­leg staða sé kom­in upp þar sem stjórn­völd í Úkraínu hafi dregið það að greiða fyr­ir kaup á rús­sensku gasi.

Evr­ópu­leiðtog­ar ótt­ast að spenn­an í sam­skipt­um Rússa og Úkraínu­manna muni leiða til skorts á gasi í Evr­ópu, en marg­ar leiðslur sem flytja gas frá Rússlandi til Evr­ópu liggja í gegn­um Úkraínu. Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Rúss­neska gas­fyr­ir­tækið Gazprom seg­ir að gas­reikn­ing­ur rík­is­stjórn­ar Úkraínu sé kom­inn yfir tvo millj­arða Banda­ríkja­dala. Í gær greindi fyr­ir­tækið frá því, að það gæti kraf­ist þess að stjórn­völd í Kænug­arði greiði fyr­ir­fram gasið. Pútín seg­ir hins veg­ar að Gazprom eigi að bíða eft­ir niður­stöðum viðræðna við „fé­laga okk­ar“. Flest­ir telja að þarna eigi for­set­inn við Evr­ópu­sam­bandið. 

Hann sendi leiðtog­um ESB bréf þar sem hann var­ar við þeirri al­var­legu stöðu sem sé kom­in upp og að hún gæti haft áhrif á flutn­ing á gasi til Evr­ópu. Þetta seg­ir Dimítrí Peskov, talsmaður Pútíns. 

Rúss­nesk stjórn­völd hafa birt bréfið op­in­ber­lega. Þar seg­ir að ef Úkraína ger­ir ekki upp orku­reikn­ing­inn þá neyðist Gazprom til að fara fram á fyr­ir­fram­greiðslur. Verði reikn­ing­arn­ir ekki greidd­ir þá muni það hafa áhrif á gas­flutn­ing, þ.e. skrúfað verður fyr­ir gasið að heild eða hluta. 

Pútín bætti við að Rúss­land væri reiðubúið að taka þátt í viðræðum til að koma á stöðug­leika og renna styrk­um stoðum und­ir hag­kerfi Úkraínu. Það verði hins veg­ar að vera á jafn­rétt­is­grund­velli gagn­vart ESB.

Rúss­ar út­vega ESB tæp­lega þriðjung þess gass sem rík­in nota. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert