Ekkert annað en kraftaverk

00:00
00:00

Flori­beth Mora Diaz frá Kosta Ríka læknaðist af ólækn­andi heila­sjúk­dómi þann sama dag og Jó­hann­es Páll II páfi var tek­inn í tölu blessaðra. Hún seg­ir að um krafta­verk sé að ræða. 

Diaz seg­ir að sér hafi birst sýn og þar hafi Jó­hann­es Páll II verið á ferð.  Að sögn Diaz hafi rödd talað við hana og eins hafi mynd af Jó­hann­esi Páli birst henni. Rödd­in sagði henni að standa upp og ganga en hún var lömuð vegna heila­blæðing­ar.

Lækn­ar hafa ekki getað út­skýrt hvað olli bata henn­ar en lækn­ar hafa staðfest að hún er heil heilsu. Þetta er annað krafta­verk Jó­hann­es­ar Páls II en hann hafði áður læknað mann af park­in­son-sjúk­dómn­um.

Jó­hann­es Páll lést þann 2. apríl 2005 og hann verður tek­inn í dýr­linga­tölu þann 27. apríl nk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert