Fleiri fangaverðir en fangar

Það verður ekki sagt að það skorti fangaverði í Hollandi, …
Það verður ekki sagt að það skorti fangaverði í Hollandi, a.m.k. ef föngum fjölgar ekki á ný. CHRISTOF STACHE

Stjórn­völd í Hollandi standa nú frammi fyr­ir nýju vanda­máli. Föng­um í land­inu hef­ur fækkað svo mikið að fanga­verðir eru orðnir fleiri en fang­arn­ir sem þeir eiga að hafa eft­ir­lit með.

Árið 2008 sátu um 15.000 fang­ar í fang­els­um í Hollandi, en í mars á þessu ári hafði föng­um fækkað í 9.710. Fanga­verðir eru hins veg­ar 9.914. Hol­lensku fang­arn­ir eru raun­ar enn færri en þetta því að 650 belg­ísk­ir fang­ar eru í fang­els­um í Hollandi vegna sér­staks samn­ings sem er í gildi milli land­anna.

Þess má geta að í Banda­ríkj­un­um eru fang­ar um fimm sinn­um fleiri en fanga­verðir, en í Hollandi eru fang­ar og fanga­verðir næst­um því jafn­marg­ir. Sé tekið mið af mann­fjölda eru fang­ar í Banda­ríkj­un­um um 10 sinn­um fleiri en í Hollandi.

Ástæðan fyr­ir því að föng­um í Hollandi hef­ur fækkað svo mikið er að af­brotatíðni hef­ur lækkað. Al­menn­ingi í Hollandi finnst hins veg­ar að refs­ing­ar fyr­ir of­beld­is­verk séu of væg­ar.

Dóms­málaráðuneyti Hol­lands vill að fleiri fang­els­um í land­inu verði lokað og áform­ar að fækka fanga­vörðum um 3.500.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka