Fleiri fangaverðir en fangar

Það verður ekki sagt að það skorti fangaverði í Hollandi, …
Það verður ekki sagt að það skorti fangaverði í Hollandi, a.m.k. ef föngum fjölgar ekki á ný. CHRISTOF STACHE

Stjórnvöld í Hollandi standa nú frammi fyrir nýju vandamáli. Föngum í landinu hefur fækkað svo mikið að fangaverðir eru orðnir fleiri en fangarnir sem þeir eiga að hafa eftirlit með.

Árið 2008 sátu um 15.000 fangar í fangelsum í Hollandi, en í mars á þessu ári hafði föngum fækkað í 9.710. Fangaverðir eru hins vegar 9.914. Hollensku fangarnir eru raunar enn færri en þetta því að 650 belgískir fangar eru í fangelsum í Hollandi vegna sérstaks samnings sem er í gildi milli landanna.

Þess má geta að í Bandaríkjunum eru fangar um fimm sinnum fleiri en fangaverðir, en í Hollandi eru fangar og fangaverðir næstum því jafnmargir. Sé tekið mið af mannfjölda eru fangar í Bandaríkjunum um 10 sinnum fleiri en í Hollandi.

Ástæðan fyrir því að föngum í Hollandi hefur fækkað svo mikið er að afbrotatíðni hefur lækkað. Almenningi í Hollandi finnst hins vegar að refsingar fyrir ofbeldisverk séu of vægar.

Dómsmálaráðuneyti Hollands vill að fleiri fangelsum í landinu verði lokað og áformar að fækka fangavörðum um 3.500.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert