Joe Biden til Úkraínu

Vopnaðir menn hliðhollir Russum réðust inn í nokkrar opinberar byggingar …
Vopnaðir menn hliðhollir Russum réðust inn í nokkrar opinberar byggingar í austurhluta Rússlands í dag. Búið er að hlaða götuvirki í borginni Donetsk. ANATOLII STEPANOV

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Úkraínu 22. apríl nk. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í kvöld. Í tilkynningunni segir að með þessu vilji stjórnvöld í Bandaríkjunum leggja áherslu á að þau styðji viðleitni valdamanna í Kænugarði við að tryggja öryggi sameinaðrar Úkraínu.

Til skotbardaga kom við lögreglustöð í borginni Kramatorsk í Úkraínu í dag. Þeim lauk með því að vopnaðir menn hliðhollir Rússum réðust inn í bygginguna og tóku þar völdin.

Vopnaðir menn hafa ráðist inn í nokkrar opinberar byggingar í borgum í austurhluta Úkraínu í dag. Stjórnvöld í Kænugarði hafa setið á fundi í kvöld til að ræða viðbrögð við þessum aðgerðum.

Atburðirnir í dag minna á það sem gerðist á Krímskaga í síðasta mánuði. Þar efndu stuðningsmenn Rússa til mótmæla og í framhaldi af því sendu Rússar hermenn til Krím til að tryggja öryggi rússneskra íbúa skagans.

Forseti Úkraínu boðar til neyðarfundar

Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna.
Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna. ALEX WONG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka