Reyndi að hringja í miðju flugi

Umfangsmikil leit að vélinni hefur staðið yfir í rúman mánuð.
Umfangsmikil leit að vélinni hefur staðið yfir í rúman mánuð. AFP

Aðstoðarflugmaður malasísku farþegavélarinnar sem leitað hefur verið að í rúman mánuð reyndi að hringja úr farsímanum sínum í miðju flugi, eða skömmu áður en vélin hvarf af ratsjám. Þetta kemur fram í malasískum fjölmiðlum.

Í New Straits Times hefur eftir heimildarmanni, að símtalið hafi skyndilega endað þar sem flugvélin var að fjarlægjast fjarskiptaturninn hratt. 

Sama blað hefur eftir öðrum heimildarmanni að þrátt fyrir að samband hafi aftur komist á þá sé ekki hægt að segja með neinni vissu að hringt hafi verið úr flugvélinni sem hvarf þann 8. mars sl. 

Fjallað er um málið á vef breska blaðsins Guardian. Þar segir að frétt New Straits Times beri yfirskriftina „Örvæntingarfullt ákall á hjálp“, en ekki kemur fram hvern aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að reyna ná sambandi við.

Kastljósinu hefur verið beint að Hamid og flugstjóranum Zaharie Ahmad Shah eftir að vélin hvarf með dularfullum hætti. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 777, var að fljúga frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína með 239 um borð. 

Í síðasta mánuði greindu rannsakendur frá því að flugleiðinni hafi verið breytt vísvitandi og að einhver um borð hafi slökkt á fjarskiptabúnaði vélarinnar er hún var að yfirgefa lofthelgi Malasíu. Það varð til þess að sakamálarannsókn hófst en hún hefur ekki skilað miklum árángri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert