Ætla að beita hernum í Úkraínu

Oleksandr Túrtsjínov, starfandi forseti Úkraínu, segir að her landsins muni brjóta á bak aftur aðgerðir vopnaðra manna sem hafa tekið á sitt vald nokkrar opinberar byggingar í austurhluta Úkraínu. 

Túrtsjínov segir að það komi ekki til greina að leyfa því sem gerðist á Krímskaga endurtaka sig í austurhéruðum Úkraínu, en Rússar lögðu undir sig Krím í síðasta mánuði.

Í gær lögðu vopnaðir menn sem eru hliðhollir Rússum undir sig lögreglustöðvar og fleiri opinberar byggingar í borgum í austurhluta Úkraínu. Lögreglumaður var skotinn til bana eftir að kom til skotbardaga milli sérsveita lögreglunnar og byssumannanna í dag. BBC segir að mannfall hafi orðið hjá báðum aðilum.

Stjórnvöld í Úkraínu sögðu í dag að aðgerðir þessara vopnuðu manna væru ekkert annað en hryðjuverkastarfsemi sem yrði að brjóta á bak aftur.

Stuðningsmenn Rússa í borginni Slavyansk hafa hlaðið götuvígi til að …
Stuðningsmenn Rússa í borginni Slavyansk hafa hlaðið götuvígi til að verjast aðgerðum úkraínska hersins. GENYA SAVILOV
Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu (t.v.), og Stephen Harper, forsætisráðherra …
Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu (t.v.), og Stephen Harper, forsætisráðherra Kananda, takast í hendur. ANASTASIYA SYROTKYNA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert