Samstarfsmaður Berlusconis handtekinn

Marcello Dell'Utri gæti hlotið sjö ára fangelsisdóm vegna tengsla sinna …
Marcello Dell'Utri gæti hlotið sjö ára fangelsisdóm vegna tengsla sinna við mafíuna á Sikiley. AFP

Ná­inn sam­starfsmaður Sil­vio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, var hand­tek­inn í Beirút, höfuðborg Líb­anon í gær. Hann hafði verið á flótta und­an rétt­vís­inni en inn­an fárra daga mun dóm­ur falla í máli gegn hon­um sem hef­ur staðið yfir lengi.

Marcello Dell'Utri hef­ur verið góður vin­ur Berluscon­is í mörg ár og hann var einn af hans nán­ustu ráðgjöf­um.

Hann var dæmd­ur fyr­ir að hafa verið milli­göngumaður á milli mafíu­for­ingja á Sikiley og Berlusconi. Dell'Utri áfrýjaði mál­inu sem er nú komið til hæsta­rétt­ar lands­ins. Verði dóm­ur­inn staðfest­ur má hann bú­ast við að verða dæmd­ur í sjö ára fang­elsi. 

Því er haldið fram að brot­in hafi átt sér stað áður en Berlusconi hóf af­skipti af stjórn­mál­um.

Berlusconi og Dell'Utri hafa báðir neitað því að hafa átt í sam­skipt­um við mafín­una. Ekki hef­ur verið réttað yfir Berlusconi í tengsl­um við málið. 

Á föstu­dag lýstu yf­ir­völd því yfir að Dell'Utri væri flóttamaður en þá hafði ekk­ert til hans spurst. Dell'Utri sendi síðar frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem kom fram að hann hefði farið til út­landa til að leita sér lækn­isaðstoðar. Hann greindi aft­ur á móti ekki til hvaða lands hann hefði farið. 

Hann er nú í haldi lög­reglu í Beirút og munu yf­ir­völd á Ítal­íu fara fram á að hann verði fram­seld­ur til heima­lands­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka