Fangelsi fyrir of hávaðasamt kynlíf

AFP

Rúm­lega fer­tug­ur karl­maður á Ítal­íu var á dög­un­um sak­felld­ur fyr­ir að áreita ná­granna sína sem kvörtuðu yfir miklu ónæði sem þeir yrðu fyr­ir í hvert sinn sem maður­inn stundaði kyn­líf með kær­ust­unni sinni.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.it að ná­grann­arn­ir hafi verið svo yfir sig þreytt­ir á ónæðinu að þeir lögðu fram form­lega kæru á hend­ur mann­in­um í bæn­um Vigod­arz­ere í norður­hluta lands­ins. Fyr­ir dómi lýstu ná­grann­arn­ir því hvernig ösk­ur og stun­ur trufluðu friðinn í fjöl­býl­is­hús­inu sem þeir ættu ásamt hon­um heima í og héldu vöku fyr­ir öll­um. Hins veg­ar seg­ir að sum­ir fjöl­miðlar hafi sýnt mann­in­um skiln­ing og sagt að eini glæp­ur hans sé að vera of góður í rúm­inu.

Maður­inn hélt því fram fyr­ir dómi að það væri ekki það sama að áreita fólk og vera með ónæði en dóm­ar­inn í mál­inu féllst ekki á það. Fékk maður­inn sex mánaða fang­els­is­dóm. Hann hyggst áfrýja dóm­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert