Rúmlega fertugur karlmaður á Ítalíu var á dögunum sakfelldur fyrir að áreita nágranna sína sem kvörtuðu yfir miklu ónæði sem þeir yrðu fyrir í hvert sinn sem maðurinn stundaði kynlíf með kærustunni sinni.
Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að nágrannarnir hafi verið svo yfir sig þreyttir á ónæðinu að þeir lögðu fram formlega kæru á hendur manninum í bænum Vigodarzere í norðurhluta landsins. Fyrir dómi lýstu nágrannarnir því hvernig öskur og stunur trufluðu friðinn í fjölbýlishúsinu sem þeir ættu ásamt honum heima í og héldu vöku fyrir öllum. Hins vegar segir að sumir fjölmiðlar hafi sýnt manninum skilning og sagt að eini glæpur hans sé að vera of góður í rúminu.
Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að það væri ekki það sama að áreita fólk og vera með ónæði en dómarinn í málinu féllst ekki á það. Fékk maðurinn sex mánaða fangelsisdóm. Hann hyggst áfrýja dóminum.