Fimm létu lífið í nótt í stunguárás í partíi í Calgary í Kanada. Lögreglan var kölluð að húsi kl. 1.30 að staðartíma í nótt í úthverfi borgarinnar. Þrír voru þegar látnir. Tveir létust síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi.
CBC-útvarpsstöðin segir að öll fórnarlömbin, fjórir karlar og ein kona, hafi verið í kringum tvítugt.
Maður sem grunaður er um árásina var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi af lögregluhundum.