Hættur eftir 20 ár á þingi

Daniel Cohn-Bendit.
Daniel Cohn-Bendit. AFP

Evr­ópu­sam­bandið verður að breyt­ast í sam­bands­ríki, þjóðrík­in eru dauð og berj­ast verður gegn efa­semda­mönn­um um sam­bandið bæði til hægri og vinstri. Þetta voru skila­boð Daniels Cohn-Bendit til fé­laga sinna í franska Græn­ingja­flokkn­um í ræðu sem hann flutti í til­efni af því að hann er hætt­ur á Evr­ópuþing­inu eft­ir að hafa setið þar í tvo ára­tugi. Stóðu fé­lag­ar hans upp að lok­inni ræðunni og klöppuðu fyr­ir hon­um.

Þess utan er Cohn-Bendit þekkt­ur sem einn af for­ingj­um franskra náms­manna í stúd­enta­upp­reisn­inni í Frakklandi árið 1968 sem átti sinn þátt í því að þáver­andi for­seti lands­ins Char­les De Gaulle fór frá völd­um og sett­ist í helg­an stein. Cohn-Bendit var fædd­ur í Frakklandi árið 1945 en for­eldr­ar hans voru þýsk­ir gyðing­ar. Þegar De Gaulle komst að því að Cohn-Bendit væri þýsk­ur rík­is­borg­ari var hann rek­inn úr landi.

Fram kem­ur í frétt AFP að Cohn-Bendit hafi í seinni tíð verið þekkt­ur yfir að segja skoðanir sín­ar umbúðalaust. Í ræðunni gagn­rýndi hann einnig Þýska­land harðlega fyr­ir að draga lapp­irn­ar við að koma Grikkj­um til aðstoðar í efna­hagserfiðleik­um þeirra. Það hafi verið mjög heimsku­legt stjórn­mála­lega séð og óskilj­an­legt í ljósi þess að tveir stærstu lána­drottn­ar Grikkja séu þýsk­ir bank­ar.

Enn­frem­ur gagn­rýndi hann Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir að koma ekki Úkraínu meira til aðstoðar en raun bæri vitni. Sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir sam­bands­ins og Úkraínu­manna ættu ekki að stjórn­ast af hags­mun­um Þýska­lands. Úkraínu­menn væru að berj­ast fyr­ir frelsi og ef ekki væri staðið með þeim yrðu aðrir næst­ir í röðinni. 

Þá seg­ir að Cohn-Bendit sé sann­færður Evr­ópu­sam­bands­sinni og hafi rót­gróna andúð á þjóðríkj­um og þjóðern­is­hyggju. „Evr­ópu­sam­bandið er framtíðin fyr­ir börn­in okk­ar,“ sagði hann í ræðunni. „Eft­ir 30 ár verður Kína eða Ind­land hluti af G8-ríkj­un­um [stærstu efna­hags­veldi heims­ins] en ekki Þýska­land. Nema sem hluti af evr­ópsku sam­bands­ríki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka