Stjórnvöld í Þýskalandi höfnuðu í dag áskorun frá tveimur þýskum dagblöðum, Bild og BZ, þess efnis að tveir rússneskir T-34 skriðdrekar frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar yrðu fjarlægðir. Skriðdrekarnir eru hluti af minnismerki í Berlín um fallna rússneska hermenn í orrustunni um borgina.
Frá þessu greinir fréttaveitan AFP en mótmæli dagblaðanna fólust í undirskriftasöfnun og var beint að framgöngu Rússlands í Úkraínu þar sem rússneskir skriðdrekar ógnuðu landinu. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, vísaði í samkomulag við Rússa frá árinu 1990 þar sem þýsk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að viðhalda og vernda rússnesk minnismerki um stríðið í Þýskalandi.
Frétt mbl.is: Vilja losna við rússneska skriðdreka