Skriðdrekarnir fara hvergi

Annar af skriðdrekunum.
Annar af skriðdrekunum. Wikipedia/Pedro Plassen Lopes

Stjórn­völd í Þýskalandi höfnuðu í dag áskor­un frá tveim­ur þýsk­um dag­blöðum, Bild og BZ, þess efn­is að tveir rúss­nesk­ir T-34 skriðdrek­ar frá tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar yrðu fjar­lægðir. Skriðdrek­arn­ir eru hluti af minn­is­merki í Berlín um fallna rúss­neska her­menn í orr­ust­unni um borg­ina. 

Frá þessu grein­ir frétta­veit­an AFP en mót­mæli dag­blaðanna fólust í und­ir­skrifta­söfn­un og var beint að fram­göngu Rúss­lands í Úkraínu þar sem rúss­nesk­ir skriðdrek­ar ógnuðu land­inu. Talsmaður Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, vísaði í sam­komu­lag við Rússa frá ár­inu 1990 þar sem þýsk stjórn­völd skuld­bundu sig til þess að viðhalda og vernda rúss­nesk minn­is­merki um stríðið í Þýskalandi.

Frétt mbl.is: Vilja losna við rúss­neska skriðdreka

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert