Hafa staðsett lendingarblettinn

Leitarþota í aðflugi til Perth eftir leit á þeim slóðum …
Leitarþota í aðflugi til Perth eftir leit á þeim slóðum þar sem talið er að malasíska þotan hafi brotlent á hafinu. mbl.is/afp

Einn af helstu sér­fræðing­um heims í að leita uppi skips- og flug­véla­flök tel­ur að búið sé að finna staðsetn­ingu flaks malasísku farþegaþot­unn­ar sem saknað hef­ur verið frá 8. mars. Hann seg­ir björg­un flug­rita þot­unn­ar blasa við.

Dav­id Me­arns, for­stjóri björg­un­ar­fé­lags­ins Blue Water Reco­veries, sagði við sjón­varps­stöðina ABC, að hann væri sann­færður um að hljóðmerki sem num­in hefðu verið á svæðinu hafi verið frá flug­rit­un­um.

„Ég held að í aðal­atriðum hafi þeir fundið staðinn sem flakið hvíl­ir á. Þó svo rík­is­stjórn­in hafi ekki skýrt frá því þá myndi ég óhikað svara ját­andi spurn­ingu um hvort hún hefði næg­ar tækni­leg­ar upp­lýs­ing­ar til þess. Merk­in fjög­ur voru mjög greini­leg og geta ekki verið frá neinu öðru kom­in.“

Me­arns er Banda­ríkjamaður og hlaut ástr­alska heiðursorðu fyr­ir að finna flak her­skips­ins HMAS Syd­ney árið 2008, eða 66 árum eft­ir að það hvarf á Ind­lands­hafi í seinna heims­stríðinu. Hann kom einnig við sögu er flak þotu Air France fannst á hyl­dýpi í Atlants­hafi árið 2011.

Me­arns tel­ur að stjórn­end­ur leit­ar­inn­ar fari sér hægt í frá­sögn­um af til­lits­semi við ætt­ingja áhafn­ar og farþega sem fór­ust með malasísku þot­unni, flug MH370. Þeir muni halda sér til hlés þar til dverg­kaf­bát­ur­inn Bláuggi-21 kem­ur með ljós­mynd­ir af flak­inu upp af hafs­botni.

Dverg­kaf­bát­ur­inn var send­ur niður á ný í dag. Grein­ing á mynd­um frá sex stunda leiðangri hans í fyrra­dag hafa ekki leitt neitt í ljós er viðkem­ur hvarfi þot­unn­ar. Í leit­inni tóku að auki þátt 11 herflug­vél­ar, þrjár borg­ara­leg­ar flug­vél­ar og 11 skip. Leit­ar­svæðið er á bletti í 2087 kíló­metra fjar­lægð norðvest­ur af Perth.

Það ger­ir leit­ar­mönn­um erfitt fyr­ir, að hafs­botn­inn á þess­um slóðum sé ókannaður með öllu og eng­in áreiðan­leg kort því til. Leitað er á svo­nefndri Zenith-sléttu sem er utan efna­hagslög­sögu allra ríkja sem land eiga að Ind­lands­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert