Hin árlega krossfesting kaþólikka á Filippseyjum fór fram í dag á föstudaginn langa. Um er að ræða hóp af mönnum sem vilja upplifa þjáningar Krists á eigin skinni og sýna iðrun. Kaþólska kirkjan er sjálf á móti athöfninni.
Athöfnin fer fram í bænum Santa Lucia, norður af borginni Manilla. Hópurinn í ár samanstóð af átta heimamönnum auk dansks kvikmyndagerðarmanns. Auk krossfestingarinnar fer fram blóðug sjálfshýðingarathöfn. Þúsundir manna mæta ár hvert til þess að fylgjast með athöfninni.
Við vörum við sterkum myndum í flettiglugganum hér að ofan.