Árleg krossfesting á Filippseyjum

Hin ár­lega kross­fest­ing kaþól­ikka á Fil­ipps­eyj­um fór fram í dag á föstu­dag­inn langa. Um er að ræða hóp af mönn­um sem vilja upp­lifa þján­ing­ar Krists á eig­in skinni og sýna iðrun. Kaþólska kirkj­an er sjálf á móti at­höfn­inni. 

At­höfn­in fer fram í bæn­um Santa Lucia, norður af borg­inni Manilla. Hóp­ur­inn í ár sam­an­stóð af átta heima­mönn­um auk dansks kvik­mynda­gerðar­manns. Auk kross­fest­ing­ar­inn­ar fer fram blóðug sjálfs­hýðing­ar­at­höfn. Þúsund­ir manna mæta ár hvert til þess að fylgj­ast með at­höfn­inni. 

Við vör­um við sterk­um mynd­um í fletti­glugg­an­um hér að ofan. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka