Flúðu úr brennandi bíl í ljónagryfju

Mynd/Twitter

Það má segja að bresk fjölskylda sem stödd var í Longleat Safari-garðinum í Lundúnum í dag hafi lent á milli steins og sleggju. Þegar þau óku bifreið sinni í gegnum svæðið þar sem ljónin í garðinum eru stödd, kviknaði nefnilega í bílnum þeirra. Varð eldurinn svo mikill að þau þurftu að stökkva út úr honum. 

Móðir ók bifreiðinni með tvær dætur sínar í aftursætinu. Vél bifreiðarinnar ofhitnaði á þessum hættulega stað. Konunni tókst að gera starfsfólki garðarins viðvart með því að flauta bílflautu bílsins af fullum krafti. Tókst starfsmönum þá á stuttum tíma að loka ljónin inni á meðan fjölskyldunni var bjargað úr garðinum. Myndir af óhappinu voru birtar af öðrum gestum garðarins á vefsvæðinu Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert