Vesturlöndin leggi sitt af mörkum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Ekk­ert ætti að standa í vegi fyr­ir bætt­um sam­skipt­um milli Rúss­lands og Vest­ur­landa, seg­ir Vla­dím­ir Pútín, for­seti Rúss­lands, í viðtali sem sýnt verður í sjón­varps­frétt­um í Rússlandi seinna í dag.

Greint var frá efni viðtals­ins í rúss­nesk­um fjöl­miðlum í morg­un, eft­ir því sem fram kem­ur í frétt AFP.

Í viðtal­inu seg­ir hann meðal ann­ars að ekki sé hægt að reiða sig ein­göngu á rúss­nesk stjórn­völd, stjórn­völd í Vest­ur­lönd­un­um verði einnig að leggja sitt af mörk­um til að bæta sam­skipt­in milli ríkj­anna, sem hafa verið með versta móti að und­an­förnu.

Aðskilnaðarsinn­ar, sem eru hliðholl­ir Rúss­um, hafa neitað að yf­ir­gefa op­in­ber­ar stjórn­sýslu­bygg­ing­ar í borg­inni Do­netsk í aust­ur­hluta Úkraínu og vilja held­ur ekki leggja niður vopn sín.

Sam­komu­lag náðist á fimmtu­dag­inn milli samn­inga­nefnda Rússa, Úkraínu­manna, Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna í sviss­nesku borg­inni Genf en það fel­ur meðal ann­ars í sér að aðskilnaðarsinn­arn­ir yf­ir­gefi þær op­in­beru bygg­ing­ar, sem þeir hafa her­tekið á síðustu vik­um, í nokkr­um borg­um í aust­ur­hluta Úkraínu.

Haft var eft­ir tals­manni sjálfs­stæðis­inna í Do­netsk í gær að þeir myndu aðeins verða við þess­ari kröfu ef „ólög­mæt stjórn­völd“ í Kænug­arði, höfuðborg Úkraínu, leysi rík­is­stjórn lands­ins frá völd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert