„Hurricane“ Carter fallinn frá

Nelson Mandela (til hægri) og Rubin
Nelson Mandela (til hægri) og Rubin "Hurricane" Carter. AFP

Banda­ríski hne­fa­leikakapp­inn Ru­bin „Hurrica­ne“ Cart­er lést í dag, 78 ára aldri, eft­ir erfiða og langa bar­áttu við krabba­mein.

Hann sló í gegn sem hne­fa­leik­ari á sín­um tíma, en varð heims­fræg­ur þegar hann hlaut þung­an fang­els­is­dóm árið 1966. Hann var sakaður um að hafa myrt þrjá hvíta menn í New Jers­ey.

Ýmis mann­rétt­inda­sam­tök töldu að kynþátta­hat­ur hefði verið ástæða þess að hann var dæmd­ur.

Hann sat sak­laus inni í sam­tals nítj­án ár. 

Eft­ir að hann var lát­inn laus árið 1985 helgaði hann líf sitt bar­áttu fyr­ir alla þá sem setið hafa sak­laus­ir í fang­els­um, að því er seg­ir í frétt AFP.

Eins og frægt er sögn Bob Dyl­an um ör­lög Cart­ers í lag­inu Hurrica­ne, en það kom út á plöt­unni Desire árið 1976.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka