Þrjátíu létust í árás í Jemen

Frá Jemen. Myndin er úr safni.
Frá Jemen. Myndin er úr safni. AFP

Talið er að í það minnsta þrjátíu hafi látið lífið í drónaárás í bænum Al-Mahfad í Jemen í dag. Ættbálkahöfðingi í héraðinu Abyan segir að mannlausum og sólarorkudrifnum flygildum, svonefndum dróna, hafi verið beitt í árásinni gegn mönnum sem tengjast samtökunum al-Kaída.

Í frétt AFP segir að í gær hafi mjög svipuð árás verið gerð í héraðinu Baida. Þá var skotmarkið bíll sem líkur voru á að flytti félaga úr samtökunum.

Bandaríkin eru eina ríkið sem nota dróna í landinu, en árásir þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni. Í desember í fyrra bárust fregnir af því að sautján manns hefðu látið lífið í drónaárás Bandaríkjahers á liðsmenn al-Kaída.

Ýmis mannréttindasamtök hafa fordæmt slíkar árásir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert