Berbrjósta gegn fasisma

Nokkrir meðlimir femínistahreyfingarinnar Femen fækkuðu fötum í París í dag og mótmæltu auknum áhrifum fasisma í Evrópu. Mótmælin stóðu ekki lengi yfir því lögreglan mætti á svæðið um tíu mínútum eftir að þau hófust og handtóku nokkra meðlimi hreyfingarinnar.

Eins og svo oft áður voru konurnar berbrjósta en í þetta skiptið höfðu þær málað á sig fána Evrópusambandsins með mynd af hakakrossi. Þær hrópuðu að fasismi væri faraldur í Evrópu. Sögðu þær að mótmælin marki byrjun herferðar gegn fasisma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert