Berbrjósta gegn fasisma

00:00
00:00

Nokkr­ir meðlim­ir femín­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar Femen fækkuðu föt­um í Par­ís í dag og mót­mæltu aukn­um áhrif­um fas­isma í Evr­ópu. Mót­mæl­in stóðu ekki lengi yfir því lög­regl­an mætti á svæðið um tíu mín­út­um eft­ir að þau hóf­ust og hand­tóku nokkra meðlimi hreyf­ing­ar­inn­ar.

Eins og svo oft áður voru kon­urn­ar ber­brjósta en í þetta skiptið höfðu þær málað á sig fána Evr­ópu­sam­bands­ins með mynd af hakakrossi. Þær hrópuðu að fasismi væri far­ald­ur í Evr­ópu. Sögðu þær að mót­mæl­in marki byrj­un her­ferðar gegn fas­isma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert