Rússneskar herflugvélar hafa farið inn í lofthelgi Úkraínu nokkrum sinnum undanfarinn sólarhring að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Ekki hafa hins vegar fengist nánari upplýsingar um málið samkvæmt frétt AFP.
Fram kemur að Rússar hafi hafið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu í kjölfar þess að Úkraínumenn hófu á ný hernaðaraðgerðir gegn vopnuðum sveitum í austurhluta landsins sem hlynntar eru rússneskum stjórnvöldum. Bandarísk stjórnvöld segja að nægjanlegur herafli sé þar samankominn til þess að hernema stóran hluta austurhluta Úkraínu ef fyrirskipað að gera það.
Ráðamenn í Kænugarði hafa lýst því yfir að far Rússar yfir landsmærin muni Úkraínumenn grípa til vopna til þess að verja land sitt. Þeir hafa hins vegar heitið því að halda aftur af sér gagnvart aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu.
Bandaríkin og Evrópusambandsins vinna að því að undirbúa frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Fram kemur í frétt AFP að aðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna gætu komið til framkvæmda strax á mánudaginn.