Rússar hafa rofið lofthelgi Úkraínu

Úkraínskir hermenn.
Úkraínskir hermenn. AFP

Rúss­nesk­ar herflug­vél­ar hafa farið inn í loft­helgi Úkraínu nokkr­um sinn­um und­an­far­inn sól­ar­hring að sögn banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins. Ekki hafa hins veg­ar feng­ist nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið sam­kvæmt frétt AFP.

Fram kem­ur að Rúss­ar hafi hafið um­fangs­mikl­ar heræf­ing­ar við landa­mæri Úkraínu í kjöl­far þess að Úkraínu­menn hófu á ný hernaðaraðgerðir gegn vopnuðum sveit­um í aust­ur­hluta lands­ins sem hlynnt­ar eru rúss­nesk­um stjórn­völd­um. Banda­rísk stjórn­völd segja að nægj­an­leg­ur herafli sé þar sam­an­kom­inn til þess að her­nema stór­an hluta aust­ur­hluta Úkraínu ef fyr­ir­skipað að gera það.

Ráðamenn í Kænug­arði hafa lýst því yfir að far Rúss­ar yfir lands­mær­in muni Úkraínu­menn grípa til vopna til þess að verja land sitt. Þeir hafa hins veg­ar heitið því að halda aft­ur af sér gagn­vart aðskilnaðar­sinn­um í aust­ur­hluta Úkraínu.

Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bands­ins vinna að því að und­ir­búa frek­ari viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rúss­um. Fram kem­ur í frétt AFP að aðgerðir af hálfu Banda­ríkja­manna gætu komið til fram­kvæmda strax á mánu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert