Fjöldi fólks frá öllum heimshornum er samankominn í messu í Vatíkaninu í morgun þar sem Frans páfi mun taka Jóhannes Pál páfa II og Jóhannes páfa XXIII í dýrlingatölu.
Þúsundir eru einnig saman komnar á Péturstorginu og margir veifa fána Póllands, heimalands Jóhannesar Páls páfa II. Messan hófst klukkan 8:00 að íslenskum tíma. Viðstaddur er forveri Frans páfa, Benedikt XVI, og hundruð biskupa og kardínála.
Þetta er í fyrsta sinn sem páfi og fyrrverandi páfi taka saman þátt í messu og í fyrsta sinn að sama skapi sem tveir páfar eru teknir í dýrlingatölu sama daginn.