683 dæmdir til dauða

EPA

Egypskur dómstóll dæmdi 683 liðsmenn Bræðralags múslima til dauða í dag. Þeirra á meðal er Mohamed Badie, æðsti trúarleiðsögumaður Bræðralags múslima.

Í mars voru 529 stuðningsmenn Mohameds Morsis, sem sviptur var embætti forseta 3. júlí í fyrra, dæmdir til dauða. Í dag voru mildaðar refsingar 492 þeirra, úr dauðarefsingu í lífstíðarfangelsi í flestum tilvikum. 

Þeir sem dæmdir voru til dauða í dag voru flestir ákærðir fyrir aðild að morði og morðtilraun á lögreglumönnum í Minya héraði þann 14. ágúst í fyrra þegar lögregla drap hundruð stuðningsmanna Morsis í átökum í Kaíró. 

Egypsk yfirvöld hafa gengið hart fram gegn Bræðralagi múslíma eftir að Mohamed Morsi var steypt af stóli. Þúsundir manna hafa verið handteknar og þar á meðal eru nánast allir pólitískir forustumenn þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert