Atvinnuleysi mótmælt á Ítalíu

Til átaka köm á milli lögreglu og hundruð mótmælenda í borginni Túrín á Ítalíu í dag en mótmælendur kröfðust þess að unnið yrði bug á miklu atvinnuleysi í landinu og aðhaldsaðgerðum hætt. Reyksprengjum var kastað að lögreglu samkvæmt frétt AFP og voru nokkrir mótmælendur handteknir.

Þúsundir mótmæltu einnig bænum Pordenone þar sem ákveðið hefur verið að loka verksmiðju í eigu sænska raftækjaframleiðandans Electrolux þar sem framleiddar hafa verið þvottavélar. Fram kemur í frétt AFP að 1.300 manns missi við það vinnuna.

Þá segir að þó atvinnuleysi á Ítalíu hafi minnkað lítillega í mars síðastliðnum miðað við mánuðinn á undan þá sé það hærra en það var í mars í fyrra. Atvinnuleysið í mars í ár mældist 12,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert