Að minnsta kosti 38 manns létu lífið í eldsvoða í stjórnarbyggingu í borginni Odessa í suðvesturhluta Úkraínu í dag. Til átaka kom á milli aðskilnaðarsinna, sem styðja rússnesk stjórnvöld, og stuðningsmanna úkraínsku ríkisstjórnarinnar, en leikar enduðu með fyrrgreindum afleiðingum.
Ekki er enn vitað hver kveikti eldinn, að því er fram kom í tilkynningu frá úkraínska innanríkisráðuneytinu. Aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingunni á sitt vald.
Þeir hafa lagt undir sig fjölmargar opinberar byggingar í nokkrum borgum í austurhluta landsins á undanförnum vikum.
Þá tilkynnti Oleksandr Túrtsjínóv, forseti Rússlands, fyrr í dag að margir aðskilnaðarsinnar hefðu fallið í átökum við stjórnarbyggingu í borginni Slavíansk. Hann sagði að leiðtogar í Moskvu ættu þegar í stað að láta af hótunum sínum í garð úkraínskra stjórnvalda.