Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu, lýsti í dag yfir tveggja daga þjóðarsorg í landinu. Fleiri en 50 manns féllu í átökunum í landinu í gær.
Ekki hafa jafn margir fallið í átökum í landingu á einum degi í marga mánuði. „Annar maí var sorglegur dagur fyrir Úkraínu,“ sagði Túrtsjínov í tilkynningu í dag.
Að minnstakosti 42 manns létu lífið lífið í eldsvoða í stjórnarbyggingu í borginni Odessa í suðvesturhluta Úkraínu í gær.
Til átaka kom á milli aðskilnaðarsinna, sem styðja rússnesk stjórnvöld, og stuðningsmanna úkraínsku ríkisstjórnarinnar, en leikar enduðu með fyrrgreindum afleiðingum.