Öryggissveitirnar réðu ekki við ástandið

Stuðningsmaður Rússa situr við brak fyrir utan bygginguna sem varð …
Stuðningsmaður Rússa situr við brak fyrir utan bygginguna sem varð eldi að bráð á föstudag. 42 fórust í eldsvoðanum. AFP

Forsætisráðherra Úkraínu kennir öryggissveitum landsins um hvernig fór í hafnarborginni Odessa er 42 fórust í eldi sem kveiktur var í átökum aðskilnaðarsinna og þeirra sem styðja ríkisstjórn Úkraínu. 

Forsætisráðherrann, Arseniy Yatsenyuk, heimsótti Odessa í dag. Borgarbúar syrgja enn en í Odessa býr um milljón manna. 

Eldur kviknaði í byggingu í miðborginni. Stríðandi fylkingar höfðu kastað bensínsprengjum sín á milli og svo virðist sem þannig hafi kviknað í byggingunni. 

Forsætisráðherrann heitir því að eldsvoðinn verði rannsakaður ítarlega en tveggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í kjölfar hans. 

„Þessar öryggissveitir eru gagnslitlar og brutu lög,“ sagði ráðherrann í samtali við BBC.

Hann segir að saksóknari muni byrja á því að yfirheyra lögreglustjórann á svæðinu og hans undirmenn. Þó að hann sakaði lögregluna um að svo fór sem fór sagði hann stuðningsmenn Rússa bera ábyrgð á átökunum sem urðu til þess að eldurinn kviknaði.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa viðurkennd að öryggissveitir landsins séu máttvana gegn uppreisnarhópunum í austurhluta landsins. 

Á síðustu dögum hafa aðskilnaðarsinnar tekið yfir tug borga og bæja á sitt vald. 

Borgarbúar í Odessa syrgja.
Borgarbúar í Odessa syrgja. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert