„Ég vildi að við hefðum drepið fleiri“

Hjónin Jeremy Moody og Christine Moody
Hjónin Jeremy Moody og Christine Moody

Bandarískir kynþáttahatarar voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á dæmdum kynferðisglæpamanni og eiginkonu hans. Um er að ræða hjón sem sjá mest eftir að hafa ekki drepið fleiri.

Jeremy Lee Moody and Christine Moody viðurkenndu fyrir rétti í Norður-Karólínu að hafa myrt hjónin, Marvin Parker, 59 ára og Gretchen Dawn Parker, 51 árs, í júlí í fyrra. Sögðust þau hafa valið þau sem fórnarlömb sín vegna þess að Parker hafi verið á skrá fyrir kynferðisbrot. 

„Sé ykkur öfuguggana síðar

Þegar dómurinn var kveðinn upp í gær sýndu þau enga iðrun og kysstust innilega. Þau höfðu áður beðist afsökunar á morðunum og óskað eftir því að vera ekki dæmd í meira en 30 ára fangelsi svo þau gætu fylgst með börnum sínum og elst saman.

„Sé ykkur öfuguggana síðar,“æpti Jeremy Moody að Parker fjölskyldunni. „Þetta er það sem bíður barnaníðinga.“

„Þau fengu nákvæmlega það sem þau áttu skilið,“ sagði Jeremy við fréttamenn sem voru í réttarsalnum. „Ef ég stæði frammi fyrir þessu aftur þá myndi ég drepa fleiri,“ bætti Jeremy við. „Ég held að við Jeremy myndum gera þetta aftur ef við fengjum tækifæri til,“ sagði Christine Moody við fréttamenn. „Ég sé ekki eftir neinu. Dagurinn sem ég drap þennan barnaníðing er sá besti sem ég hef lifað.“

Glíma bæði við geðræn vandamál

 Christine Moody segir að þau hafi verið búin að velja sér annan kynferðisglæpamann til þess drepa þegar þau voru handtekin fyrir morðin á Parker hjónunum. Moodys hjónin játuðu á sig morð, mannrán, innbrot og vörslu skotvopna.

Moodys hjónin eru félagar í samtökum kynþáttahatara en þau segja að morðin á Parkers hjónunum tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt, samkvæmt frétt Daily Mail.

Að sögn lögreglustjórans, Davids Taylors, skaut Jeremy Moody bæði fórnarlömbin á meðan eiginkona hans, Christine, skar Gretchen Dawn Parker á háls. Áður höfðu þau sagt fórnarlömbum sínum í smáatriðum frá því hvernig þau myndu myrða þau.

Moodys hjónin sáust yfirgefa heimili Parkers hjónanna á myndum úr öryggismyndavél og þekktist Jermy Moody á húðflúri á hálsi hans og höfði en hann er með, „Skinhead“ og „Made in America“ húðflúr. 

Verjendur þeirra segja að hjónin hafi bæði verið misnotuð kynferðislega í barnæsku og að þau hafi viljað hefna sín á öðrum níðingum.

Eftir handtökuna vísaði Jeremy Moody lögreglu á skjal á heimili þeirra. Þar hafði hann ritað nafn og heimilisfang hjá kynferðisglæpamanni sem hann ætlaði að drepa daginn eftir. Morðið á Parkers hjónunum var framið á sunnudegi og næsta morð átti að fara fram á miðvikudegi.

Verjendur þeirra sögðu við réttarhöldin að Christine hafi lifað af brjóstakrabbamein en hún hafi farið í tvöfalt brjóstnám fyrir fjórum árum. Jeremy Moody væri með geðklofa og hefði ekki tekið lyfin sín þegar þau frömdu morðin. Að sögn verjandans fyllist Moody ofsóknarkennd og ranghugmyndum þegar hann er ekki á lyfjunum. 

Christine Moody þjáist einnig af geðrænum sjúkdómum, er með áfalla streituröskun, persónuleikaröskun og félagsfælni. Hjónin voru sannfærð um að þau hefðu framið morðin fyrir guð en þau væru hans hægri hönd.

Samkvæmt Fox sjónvarpsstöðinni var Charles Parker dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart rúmlega þrítugri konu árið 2003 og eins var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni árið 1991.

Frétt Daily Mail

Daily News America

Frétt WYFF

Frétt Herald

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert