Mannfall í Mariupol

Þrír létust og 25 særðust í átökum milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna í hafnarborginni Mariupol í morgun, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum.

Ekki er vitað hvort þeir sem létust eða særðust eru í hernum eða hvort um aðskilnaðarsinna er að ræða.

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín er staddur í Krím en það er fyrsta heimsókn hans þangað síðan héraðið sleit sig frá Úkraínu.

Pútín heilsaði upp á liðsmenn í sjóhernum í Sevastopol-höfn en þar fóru fram hátíðarhöld þar sem uppgjafar nasista fyrir Sovétríkjunum árið 1945 var minnst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka