Vita að keppnin er fáránleg

Leiðarahöfundur segir tvíburana ógnvekjandi.
Leiðarahöfundur segir tvíburana ógnvekjandi. AFP

Ísland rataði á leiðarasíðu New York Times í gær eða öllu heldur hinir íslensku Pollapönkarar. Í leiðaranum er litið til Eurovisionkeppninnar og farið yfir það sem einkennir hana að mati leiðarahöfundar.

Leiðarahöfundur segir að Eurovision sé fyrir Bandaríkjamönnum það sem Las Vegas er í huga Evrópubúa, menningarleg skringilegheit sem virðist ekki vera neitt vit í en taka samt sem áður engan enda. „Þetta er fjarstæðukennt, oft bráðskemmtilegt og lélegra en Camenberthátíðin,“ segir í leiðaranum.

Þar segir einnig að keppnin hafi áður verið stökkpallur í tónlistarheiminum, og nefnir þar sem dæmi sænsku hljómsveitina Abba. „En nú er það ekki einu sinni þannig,“ segir höfundur.

Farið er yfir nokkur þeirra laga sem eru í keppninni í ár. Þar á meðal eru að mati höfundar, „hinir ógnvekjandi Tolmachevy-tvíburar frá Rússlandi“ og franskir herramenn sem syngja um gleðina sem felst í því að hafa skegg.

„Mig grunar að flestir þeirra sem dá keppnina viti vel að keppnin er fáránleg,“ segir höfundur og bætir við að það veiti áhorfendum gleði. 

New York Times 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert