Fyrsti maríjúana-sjálfsali heims

Skjáskot/Youtube

Maríjúana var í byrjun apríl lögleitt í Kanada í læknisfræðilegum tilgangi. Í takt við tækniþróunina í heiminum hefur nú fyrsti sjálfsalinn sem selur maríjúana verið kynntur til sögunnar í Vancouver. 

Sjálfsalinn er í verslun sem selur efnið og er aðeins hægt að fá aðgang að honum gegn framvísun lyfseðils. Hægt er að kaupa hálfa únsu á 50 dollara en einnig er minni vél sem selur gramm á 4-6 dollara. Að sögn fyrirtækisins sem framleiðir sjálfsalana er næst á dagskrá að þróa vél sem selur kaffi, íblandað maríjúana. 

Hér má sjá kynningarmyndband fyrir sjálfsalann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka