Greiða atkvæði um sjálfstæði

Atkvæðagreiðsla er hafin í Slavyansk.
Atkvæðagreiðsla er hafin í Slavyansk. VASILY MAXIMOV

Atkvæðagreiðsla er hafin í austurhéruðum Úkraínu um sjálfstæði héraðanna. Bandaríkin og Vesturlönd segja atkvæðagreiðsluna ólöglega. Óttast er að hún eigi eftir að auka enn á ólguna í landinu.

Atkvæðagreiðslurnar fara fram í héruðunum Donetsk og Lugansk, en þar hafa vel vopnaðir hópar sem vilja nánari tengsl við Rússland komið sér fyrir í bæjum og opinberum stofnunum. Um sjö milljónir manna búa í þessum tveimur héruðum.

Vyacheslav Ponomaryov, borgarstjóri í Slavyansk, segist reikna með 100% þátttöku í atkvæðagreiðslunni.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að atkvæðagreiðslan sé ólögleg og varað er við afleiðingum hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert