Fréttamaður BBC sem fylgst hefur með atkvæðagreiðslu í borginni Sloviansk í Austur-Úkraínu segir að stjórnleysi sé við kjörstaði. Atkvæði séu ekki greidd í kjörklefum og ekki sé stuðst við neina kjörskrá.
Atkvæðagreiðsla fara fram í héruðunum Donetsk og Lugansk, en efnt er til hennar af þeim sem vilja nánari tengsl við Rússland. Kjósendur eru beðnir að svara því í atkvæðagreiðslunni hvort þeir styðji myndun sjálfstæðs ríkis.
Í Sloviansk kjósa jafnt gamlar konur og vopnaðir stuðningsmenn Rússa. Skólastjóra einum í borginni sem styður stjórnina í Kænugarði var hótað lífláti eftir að hún neitaði leyfa að kosning færi fram í skólanum sem hún stýrir.
Um sjö milljónir manna búa í Donetsk og Lugansk þar sem kosningin fer fram.