Norðmenn styrkja ungverska græningja

Norden.org

Norska ríkisstjórnin hefur veitt samtökum tengdum flokki Græningja í Ungverjalandi fjárstuðning upp á rúmar 100 milljónir norskra króna, tæpa tvo milljarða króna.

Ungverski ráðherrann, János Lázárhe, hefur sent harðort bréf til ríkisstjórnar Noregs þar sem hún er sökuð um innanríkisafskipti í Ungverjalandi.

Hann segir í bréfinu, sem hann stílar á ráðherra Evrópumála,  Vidar Helgesen, að upplýsingar sem hann hafi undir höndum veki spurningar um hvernig staðið var að fjárveitingunni. 

Samkvæmt frétt Aftenposten hefur málið vakið mikla athygli í ungverskum fjölmiðlum en um er að ræða greiðslu frá Norðmönnum í tengslum við samninginn um evrópska efnahagssvæðið. 

Norðmenn greiða fyrir aðgang að mörkuðum ESB og renna fjármunirnir til uppbyggingarstarfa í fátækari ríkjum ESB. Alls renna 1,2 milljónir norskra króna, 23 milljarðar króna, til Ungverjalands á fimm ára tímabili. Af þeirri fjárhæð fara um 110 milljónir norskra kóna til samtaka sem ekki eru á vegum hins opinbera í Ungverjalandi. 

Frétt Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert